Um okkur

 

Ekkert gleður mann eins mikið og bros á barni

Filippus Gunnar

Það hefur lengi verið draumur minn að skrifa bækur.

 

Sagan af Kalla Kalda hefur fylgt mér frá því að pabbi sagði Þórdísi litlu systur minni sögur af þessum strák þegar hún var lítil.

 

Þegar þrjár sögur voru komnar í safnið fannst mér ómögulegt að reyna ekki að gera eitthvað meira með þær.

 

Með átaki fór ég á námskeið í Endurmenntunardeild HÍ og lærði þar margt gott sem vonandi skilar sér í bókunum.

 

Við ákváðum að gefa út allar þrjár sögurnar sem voru tilbúnar af því að ég gat ekki gert uppá milli.

 

Ef að móttökurnar verða góðar þá hefur Kalli  Kaldi lent í fleiri ævintýrum sem við getum fræðst um.

 

 

 

Anna Þorkelsdóttir

Anna er vinkona mín til margra ára og vissi ég af hæfileikum hennar bæði sem grafíkshönnuðar og líka teiknara.

 

Í ljósi þessa, bað ég hana að taka að sér að vinna Kalla Kalda með mér.

 

Það að taka að sér svona verkefni er töluvert átak, sérstaklega þegar þú ert í krefjandi vinnu,  margföld amma og golfari.

 

En árangurinn er frábær að mínu mati og hefur Anna glætt Kalla Kalda því lífi sem ég hafði vonað.